A Free Template from Joomlashack

A Free Template from Joomlashack

GCalendar Upcoming Events

Minningasjóður Ásgeirs H. Einarssonar

vegna samúðarkorta vinsamlega hafa samband við
Garðar Hinriksson
Sími 568-7650 / 892-8333


Hvað er Kiwanis
Skrifað af: Administrator   
Mánudagur, 11. apríl 2011 18:31

Nokkrar staðreyndir um Kiwanishreyfinguna

 

Hvað er Kiwanis ?

 

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing aðila sem hafa áhuga á því að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og sjálfan sig. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir.

 

Kiwanishreyfingin í fortíð og samtíð

 

Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Michiganfylki í Bandaríkjunum 21. janúar 1915. 1. nóvember 1916 var fyrsti klúbburinn stofnaður í Kanada, í Hamilton í Ontarioríki. Sama ár var heitið “Kiwanisklúbbur” tekið upp á fundi í Clevland í Ohio. Átta árum síðar síðar var heitinu breytt í “Kiwanis International” (Alþjóðahreyfing Kiwanisfélaga) og þá var stofnskrá sú og lög staðfest, sem gilda enn í dag, svo og meginmarkmiðin sex. Kiwanishreyfingin óx jafnt og þétt, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, í nær hálfa öld áður en ákveðið var að útbreiða starfið til annarra þjóða heims árið 1961.

Árið er 1962 fyrsti klúbbur utan Bandaríkja og Kanada stofnaður, en það var í Mexico og skömmu síðar á Bahamaeyjum. Árið 1963 voru 7 klúbbar stofnaðir í Evrópu og sá fyrsti 25. febrúar í Vínarborg í Austurríki, fyrsti klúbburinn á Norðurlöndunum var stofnaður 10. janúar 1964 í Osló og 4 dögum síðar var komið að Íslandi, eða Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík, en það var 9. klúbburinn í Evrópu.

Tveim árum síðar eða 1966 var annar klúbburinn stofnaður á Íslandi eða Katla í Reykjavík, og þar með má segja að Kiwanishreyfingin hafi náð fótfestu á Íslandi og hver klúbburinn af öðrum hefur verið stofnaður síðan eða um 46 talsins með um 1.200 félögum. Fyrsti Kiwanisklúbburinn sem eingöngu er skipaður konum, er Kiwanisklúbburinn Harpa, sem var stofnaður 15. júní 1989.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 17. apríl 2011 02:35
 
 
Joomla 1.5 Templates by Joomlashack